Þægindi, skemmtilegheit og eðal drykkir eru okkar einkennisorð !
Þar spila “Ready to Drink” (RTD) vörunar okkar lykilhlutverk, enda hægt er að grípa til og njóta hvar og hvenær sem er.
Við erum fjölskyldufyrirtæki sem langar til að bæta úrval áfengra drykkja á Íslandi. Sumar af okkar vörum fást í Vínbúðinni, aðrar í sérpöntun hjá Vínbúðinni og sumt fæst alls ekki í Vínbúðinni.
“Ready to Drink”:
Okkar RTD vörur eru Funkin kokteilar, sem eru tilbúnir kokteilar í dós. Þú ferð eftir leiðbeiningunum á dósinni – “chill, rotate, then crack open to infuse with nitrogen” eða á íslenskunni okkar - kælið, snúið, opnið, drekkið og njótið beint úr dósinni. Í dag eru fjórar bragðtegundir Funkin kokteila til sölu hjá Vínbúðinni og vonandi bætast fleiri við innan skamms. Wixo vínglasið er önnur snilld sem er komin til að vera – þú tekur lokið af, filmuna af og drekkur – þarft ekki glas því að vínið kemur í glasi. Ef að þú klárar ekki drykkinn, þá er það einfalt mál – setur lokið aftur á! Fullkomið á golfvöllinn, í útileguna, í gönguferðina, í veiðina, á útihátíðina já eða bara heima í huggulegheitum – eða bara hvar sem er og hvenær sem er. Í sumar bjóðum við upp á Chardonnay hvítvín og Sangiovese rauðvín í Wixo vínglösunum, beint frá Terre Cevico vínframleiðandanum á Ítalíu. Síðast en ekki síst bjóðum við upp á 24 Ice, áfengu frostpinnana sem hafa slegið í gegn. Þeim er skellt í frysti og 24 tímum seinna eru þeir hreint sælgæti, ótrúlega ferskir og 5% áfengir. Getur ekki klikkað!
Einstakt áfengi:
Til viðbótar við RTD vörurnar okkar selur Modular líka eðal áfengi frá Kanada. Um er að ræða hágæða hauskúpuvodkann Crystal Head sem eru þekktur um heiminn sem einstakt gæða áfengi í flöskum sem eru listaverk – hauskúpan hönnuð af þeim Dan Acroyd leikara og Jason Alexander myndlistamanni, en þeir eru upphafsmenn og eigendur Crystal Head Vodka. CHV kemur í mismunandi útfærslum – glær 700 ml., svört (onyx) 700 ml. og svo pride flaskan 700 ml., en sú flaska kemur í takmörkuðu upplagi (limited edition) og breytir um útlit á tveggja ára fresti. Það kemur ný flaska í ár. Svo erum við líka með 1,75 lítra glæra flösku sem er geggjuð. Crystal Head Vodka sem fæst í sérpöntun hjá Vínbúðinni, er vodka er í sérflokki og flöskurnar eru svo skraut út af fyrir sig!
Síðast en ekki síst er það Signal Hill viskí sem við vorum að hefja sölu á hefur verið verðlaunað fyrir gæði og fæst í sérpöntun hjá Vínbúðinni. Signal Hill er eins og Crystal Head kanadísk framleiðsla og unnið úr bestu fáanlegu afurðum og útkoman er einstök!
Ef að þið hafið áhuga á að kaupa/selja okkur vörur, ekki hika við að hafa samband við Bjarna Þór sölustjóra Modular, bjarni@modular.is eða Þóru, thora@modular.is.